Færsluflokkur: Bloggar

Þó fyrr hefði verið

"Loksins" segi ég nú bara.

Nú er bara að sjá hvernig þeir svo þýða þetta og túlka og hvað þeir geta verið lengi að því.

Mér hefur þótt erfitt að vinna eftir þessum lögum eins og þau eru í dag. Fyrir utan það að eiga erfiðara með að eiga til hnífs og skeiðar, þá er ömurlegt að þurfa að ferðast um landið í hvínandi botni til þess að komast á leiðarenda innan tímamarka sem að einhverjir blýantsnagarar í útlöndum setja okkur. Vitleysunni er svo framfylgt af innlendum blýantsnögurum sem að stýra sveit manna til að ná okkur ( og laununum okkar) þegar við erum lentir í vandræðum vegna ýmissa ástæðna.

Ég er fylgjandi eftirliti og reglum um þetta allt. Ég veit frá fyrri tíð að við verðum að hafa vökulög. Þetta var stundum engin hemja og átti engan rétt á sér. Fólk í umferðinni sem mætir allt að 49 tonna bílum á rétt á því að bílstjórinn sem það er að mæta sé vakandi. Eða að hann sé ekki að keyra of hratt miðað við aðstæður af því að hann er að renna út á tíma.

Ég vona að þessar breytingar séu þannig að þær verði öllum til góðs og að menn geti loks sætt sig við þessar reglur.


mbl.is Fallist á undanþágu frá hvíldartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband